Eftirmál
Fyrrum fréttakonurnar Þórhildur Þorkels og Nadine Yaghi rifja upp áhugaverð fréttamál og fjalla um þau á mannlegum nótum. Samsetning: Adelina Antal. Hlaðvarpið er framleitt af TAL.
Eftirparty
Tónlistarbransaráðgjafinn Anna Dungal fær þjóðþekkt tónlistaráhugafólk til sín og fer yfir tónlistina sem mótaði það og út frá því plata þau á almennilegt trúnó
Ein pæling
Þáttur um stjórn- og samfélagsmál þar sem rætt er hispurslaust um bæði skemmtileg og erfið mál.
Eldur og brennisteinn
Heiðar Sumarliðason og Snæbjörn Brynjarsson eru léttir á bárunni og taka á málefnum líðandi stundar, sem og fortíðar. Ekkert er þeim óviðkomandi og „hot take“ eru þeirra ær og kýr.
Elements
Danstónlistarþáttur á X977 á árunum 2012-2013.
Ellen í 40 ár
Sérþáttur Bylgjunnar um Ellen Kristjánsdóttur. Ívar Guðmundsson ræðir við Ellen um tónlistarferilinn sem spannar fjörutíu ár. Þátturinn var sendur út 2019.
Ellý Vilhjálms
Þorgeir Ástvalds ræðir við Ragga Bjarna og fleiri um Ellý Vilhjálms og tónlist hennar. Einnig er notast við viðtal sem Þorgeir átti við Ellý árið 1993. Þátturinn var fluttur á Bylgjunni 2012 en þá voru haldnir minningartónleikar um Ellý.
Erna Hrönn
Erna Hrönn, alla virka daga á Bylgjunni
Eurovísir
Hlaðvarpsþáttur á Vísi 2015 í umsjón Aðalsteins Kjartanssonar og Sunnu Karenar Sigurþórsdóttur þar sem rýnt var í Eurovision.