-----

<article itemscope="itemscope" itemtype="http://schema.org/NewsArticle" xmlns="http://www.w3.org/1999/xhtml"> <div disabled="" itemprop="articleBody" data-element-type="body" data-element-label="Meginmál" data-element-data-type="xml"> <p>Brynja Dan hefur verið á­berandi á sam­fé­lags­miðlum og í þjóð­fé­laginu síðustu ár en hún kveðst sjálf alls ekki vilja kalla sig á­hrifa­vald.</p> <p>„Flestir þekkja mig held ég sem stofnanda Extra­l­oppunnar, fyrir Leitina að upp­runanum og fyrir að vera enda­laust að rugga bátum,“ segir Brynja í sam­tali við Vísi en Brynja var við­fangs­efni fyrstu þátta <a href="https://www.visir.is/sjonvarp/s/40" target="_blank">þátta­seríunnar Leitin að upp­runanum</a> árið 2016.</p> <p>Brynja er ætt­leidd frá Sri Lanka og á 13 ára strák. Hún hefur setið í stjórn Barna­heilla í fjögur ár og tók ný­verið sæti í stjórn Ís­lenskrar ætt­leiðingar og vonar að eigin sögn að starf hennar þar leiði af sér já­kvæðar breytingar í ætt­leiðingar­málum á Ís­landi.</p> <h2>Reykjavík verið Framsókn erfið</h2> <p>Fram­sóknar­flokkurinn náði ekki inn manni á þing í kjör­dæminu í síðustu þing­kosningum en ráð­herrann Ás­mundur Einar á­kvað að færa sig úr Norðvesturkjördæmi og í borgina fyrir næstu kosningar.</p> <p>Ás­mundur er sam­kvæmt nýjustu könnunum næst­vin­sælasti ráð­herra ríkis­stjórnarinnar á eftir for­sætis­ráð­herranum Katrínu Jakobs­dóttur og því ekki úr vegi að ætla að þetta út­spil flokksins skili inn betri kosningu en árið 2017 þegar lög­maðurinn Lárus Sigurður Lárus­son skipaði efsta sæti listans.</p> <figure itemscope="itemscope" itemtype="http://schema.org/SoftwareSourceCode" itemref="urn:newsml::20210519:2111663-script-asset" class="dp-script-asset dp-plugin-element dp-plugin-embedScriptPlugin" width=""><div class="iframely-embed"><div class="iframely-responsive" style="padding-bottom: 56.25%; padding-top: 120px;"><a href="https://www.visir.is/g/20212081460d" data-iframely-url="//cdn.iframe.ly/api/iframe?url=https%3A%2F%2Fwww.visir.is%2Fg%2F20212081460d%3Ffbclid%3DIwAR2qAfNwpZqA1v-yt20YnLnS0u9zSkAsCZcAY79pCbXS41AMDpxWamtvBkE&amp;key=6bbe5b2ccff11618fc9161e373e22354"></a></div></div><script async="" src="//cdn.iframe.ly/embed.js" charset="utf-8"></script></figure> <h2>Lilja leiðir í suðri</h2> <p>Fréttablaðið greindi frá því í kvöld hverjir muni skipa efstu sæti lista flokksins í Reykjavík. Þar segir að Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands Eldri borgara, verði í forystu ásamt Brynju Dan og Ásmundi í Reykjavík norður.</p> <p>Í Reykjavík suður mun Lilja Alfreðsdóttir aftur leiða lista Framsóknar. Hún var eini þingmaður flokksins sem komst inn á þing í Reykjavík í síðustu kosningum.</p> <p>Ásamt Lilju munu þau Aðalsteinn Haukur Sverrisson, verkefnastjóri og formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, og Sigrún Elsa Smáradóttir, fyrrum borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og framkvæmdastjóri Exclusive Travels skipa efstu sætin í suðri.</p> <p> <i>Fréttin hefur verið uppfærð.</i> </p> </div> </article>

-----

Brynja Dan í fram­boð fyrir Fram­sókn

Brynja Dan hefur verið á­berandi á sam­fé­lags­miðlum og í þjóð­fé­laginu síðustu ár en hún kveðst sjálf alls ekki vilja kalla sig á­hrifa­vald.

„Flestir þekkja mig held ég sem stofnanda Extra­l­oppunnar, fyrir Leitina að upp­runanum og fyrir að vera enda­laust að rugga bátum,“ segir Brynja í sam­tali við Vísi en Brynja var við­fangs­efni fyrstu þátta þátta­seríunnar Leitin að upp­runanum árið 2016.

Brynja er ætt­leidd frá Sri Lanka og á 13 ára strák. Hún hefur setið í stjórn Barna­heilla í fjögur ár og tók ný­verið sæti í stjórn Ís­lenskrar ætt­leiðingar og vonar að eigin sögn að starf hennar þar leiði af sér já­kvæðar breytingar í ætt­leiðingar­málum á Ís­landi.

Reykjavík verið Framsókn erfið

Fram­sóknar­flokkurinn náði ekki inn manni á þing í kjör­dæminu í síðustu þing­kosningum en ráð­herrann Ás­mundur Einar á­kvað að færa sig úr Norðvesturkjördæmi og í borgina fyrir næstu kosningar.

Ás­mundur er sam­kvæmt nýjustu könnunum næst­vin­sælasti ráð­herra ríkis­stjórnarinnar á eftir for­sætis­ráð­herranum Katrínu Jakobs­dóttur og því ekki úr vegi að ætla að þetta út­spil flokksins skili inn betri kosningu en árið 2017 þegar lög­maðurinn Lárus Sigurður Lárus­son skipaði efsta sæti listans.

Lilja leiðir í suðri

Fréttablaðið greindi frá því í kvöld hverjir muni skipa efstu sæti lista flokksins í Reykjavík. Þar segir að Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands Eldri borgara, verði í forystu ásamt Brynju Dan og Ásmundi í Reykjavík norður.

Í Reykjavík suður mun Lilja Alfreðsdóttir aftur leiða lista Framsóknar. Hún var eini þingmaður flokksins sem komst inn á þing í Reykjavík í síðustu kosningum.

Ásamt Lilju munu þau Aðalsteinn Haukur Sverrisson, verkefnastjóri og formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, og Sigrún Elsa Smáradóttir, fyrrum borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og framkvæmdastjóri Exclusive Travels skipa efstu sætin í suðri.

Fréttin hefur verið uppfærð.