-----

<article itemscope="itemscope" itemtype="http://schema.org/NewsArticle" xmlns="http://www.w3.org/1999/xhtml"> <div disabled="" itemprop="articleBody" data-element-type="body" data-element-label="Meginmál" data-element-data-type="xml"> <p>„Ég er ánægður með samstarfið. Við sögðum á sínum tíma þegar við mynduðum þessa ríkisstjórn að það hefði ýmislegt gengið á. Ég hafði verið forsætisráðherra í fyrri ríkisstjórn sem átti skamman líftíma, í raun og veru alveg ótrúlegt hvernig það mál endaði,“ sagði Bjarni í Víglínunni á Stöð 2 í gær.</p> <p>„Þarna settumst við niður og sögðum: „Við skulum einbeita okkur að stóru myndinni. Að því sem sameinar okkur. Við skulum leggja eitthvað á okkur til þess að fá að nýju stjórnmálalegan stöðugleika í landið. Og það kostar ákveðnar fórnir. Þetta finnst mér hafa tekist vel,“ segir Bjarni.</p> <h2>„Flokkarnir geti komið stoltir til kosninga í haust“</h2> <p>Hann segir að þegar kórónuveirufaraldurinn féll núverandi ríkisstjórn í skaut hafi hún verið orðin það slípuð og samstíga að hún hafi verið orðin vandanum vaxin.</p> <p>„Þess vegna segi ég að flokkarnir geti komið stoltir til kosninga í haust. Ég skal viðurkenna það að við munum fyrst og fremst leggja áherslu á það að fá góða niðurstöðu fyrir okkar flokk, það er aðalatriðið. Ef að flokkarnir þrír saman ná meirihluta saman í kosningunum, finnst mér við hafa skyldu til að setjast niður og ræða um framhaldið og forsendur fyrir því,“ sagði Bjarni.</p> <figure itemscope="itemscope" itemtype="http://schema.org/SoftwareSourceCode" itemref="urn:newsml::20210329:2091356-script-asset" class="dp-script-asset dp-plugin-element dp-plugin-embedScriptPlugin figure figure--aspect styled" width=""><iframe width="752" height="423" src="https://www.visir.is/player/2c4eb8aa-ba57-404c-b4ec-2dfd718c489d-1617034074948" frameborder="0" scrolling="no" seamless="seamless" allowfullscreen=""></iframe></figure> <p>Hann segist vel geta séð fyrir sér áframhaldandi stjórnarsamstarf milli Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar gangi upp. Það sé hins vegar ekki tímabært að velta því of mikið fyrir sér.</p> <p>„Þegar dregur nær kosningum munu hinir flokkarnir, alveg eins og við einblína á að ná til fólks með þau baráttumál sem við viljum berjast fyrir. Þau eru auðvitað ekki alveg hin sömu hjá flokkunum,“ sagði Bjarni.</p> <p>Áframhaldandi stjórnarsamstarf ráðist að sjálfsögðu að sögn Bjarna af því hvort flokkarnir verði sammála um þau áherslumál sem hafa þurfi í forgrunni næstu fjögur árin.</p> <h2>Hefur ekki áhyggjur af nýjustu skoðanakönnunum</h2> <p>Nýjustu skoðanakannanir sýna að Sjálfstæðisflokkurinn hafi um 21 prósenta fylgi. Bjarni segist ekki hafa áhyggjur af því þegar svo langt er til kosninga.</p> <p>„Ef við horfum á síðustu kosningar, við vorum yfir 25 prósent síðast og þar áður 29 prósent, við hljótum að stefna á að vera ekki undir þessum tölum. Ég hef ekki miklar áhyggjur þegar ég sé skoðanakannanir löngu fyrir kosningar,“ sagði Bjarni.</p> <p>Fjöldi flokka sem bjóða fram til Alþingis í haust hafa þegar kynnt framboðslista sína, að minnsta kosti hluta þeirra, en prófkjör Sjálfstæðisflokksins hafa enn ekki farið fram. Bjarni sagði að prófkjörum innan flokksins muni ljúka í maí og júní en þá muni enn líða einhver tími þar til allir framboðslistar verði tilbúnir.</p> <p>Þá stendur einnig til að halda landsfund Sjálfstæðisflokksins á þessu ári. Þar er meðal annars kosið um stjórn flokksins. Bjarni segir að eins og staðan sé í dag sé óljóst hvort hægt verði að halda fundinn fyrir kosningar.</p> <p>„Landsfund vonumst við til að geta haldið, það er mjög stór ákvörðun fyrir okkur að slá af landsfund, en eins og aðstæður eru er það fjarlægur möguleiki,“ sagði Bjarni.</p> </div> </article>

-----

Sér vel fyrir sér á­fram­haldandi sam­starf við VG og Fram­sókn

„Ég er ánægður með samstarfið. Við sögðum á sínum tíma þegar við mynduðum þessa ríkisstjórn að það hefði ýmislegt gengið á. Ég hafði verið forsætisráðherra í fyrri ríkisstjórn sem átti skamman líftíma, í raun og veru alveg ótrúlegt hvernig það mál endaði,“ sagði Bjarni í Víglínunni á Stöð 2 í gær.

„Þarna settumst við niður og sögðum: „Við skulum einbeita okkur að stóru myndinni. Að því sem sameinar okkur. Við skulum leggja eitthvað á okkur til þess að fá að nýju stjórnmálalegan stöðugleika í landið. Og það kostar ákveðnar fórnir. Þetta finnst mér hafa tekist vel,“ segir Bjarni.

„Flokkarnir geti komið stoltir til kosninga í haust“

Hann segir að þegar kórónuveirufaraldurinn féll núverandi ríkisstjórn í skaut hafi hún verið orðin það slípuð og samstíga að hún hafi verið orðin vandanum vaxin.

„Þess vegna segi ég að flokkarnir geti komið stoltir til kosninga í haust. Ég skal viðurkenna það að við munum fyrst og fremst leggja áherslu á það að fá góða niðurstöðu fyrir okkar flokk, það er aðalatriðið. Ef að flokkarnir þrír saman ná meirihluta saman í kosningunum, finnst mér við hafa skyldu til að setjast niður og ræða um framhaldið og forsendur fyrir því,“ sagði Bjarni.

Hann segist vel geta séð fyrir sér áframhaldandi stjórnarsamstarf milli Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar gangi upp. Það sé hins vegar ekki tímabært að velta því of mikið fyrir sér.

„Þegar dregur nær kosningum munu hinir flokkarnir, alveg eins og við einblína á að ná til fólks með þau baráttumál sem við viljum berjast fyrir. Þau eru auðvitað ekki alveg hin sömu hjá flokkunum,“ sagði Bjarni.

Áframhaldandi stjórnarsamstarf ráðist að sjálfsögðu að sögn Bjarna af því hvort flokkarnir verði sammála um þau áherslumál sem hafa þurfi í forgrunni næstu fjögur árin.

Hefur ekki áhyggjur af nýjustu skoðanakönnunum

Nýjustu skoðanakannanir sýna að Sjálfstæðisflokkurinn hafi um 21 prósenta fylgi. Bjarni segist ekki hafa áhyggjur af því þegar svo langt er til kosninga.

„Ef við horfum á síðustu kosningar, við vorum yfir 25 prósent síðast og þar áður 29 prósent, við hljótum að stefna á að vera ekki undir þessum tölum. Ég hef ekki miklar áhyggjur þegar ég sé skoðanakannanir löngu fyrir kosningar,“ sagði Bjarni.

Fjöldi flokka sem bjóða fram til Alþingis í haust hafa þegar kynnt framboðslista sína, að minnsta kosti hluta þeirra, en prófkjör Sjálfstæðisflokksins hafa enn ekki farið fram. Bjarni sagði að prófkjörum innan flokksins muni ljúka í maí og júní en þá muni enn líða einhver tími þar til allir framboðslistar verði tilbúnir.

Þá stendur einnig til að halda landsfund Sjálfstæðisflokksins á þessu ári. Þar er meðal annars kosið um stjórn flokksins. Bjarni segir að eins og staðan sé í dag sé óljóst hvort hægt verði að halda fundinn fyrir kosningar.

„Landsfund vonumst við til að geta haldið, það er mjög stór ákvörðun fyrir okkur að slá af landsfund, en eins og aðstæður eru er það fjarlægur möguleiki,“ sagði Bjarni.