<article itemscope="itemscope" itemtype="http://schema.org/NewsArticle" xmlns="http://www.w3.org/1999/xhtml">
<div disabled="" itemprop="articleBody" data-element-type="body" data-element-label="Meginmál" data-element-data-type="xml">
<p>Þá hlaut Friðrik Már Sigurðsson 526 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti og Iða Marsibil Jónsdóttir hlaut 563 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti.</p>
<p>Þetta kemur fram í tilkynningu frá kjörstjórn Framsóknarflokksins. Líkt og kunnugt er gaf Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í kjördæminu, ekki kost á sér í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Í ljósi niðurstöðu póstkosningarinnar liggur jafnframt fyrir að erfiðara verður fyrir Höllu Signýju að tryggja sér áframhaldandi setu á Alþingi.</p>
<figure itemscope="itemscope" itemtype="http://schema.org/SoftwareSourceCode" itemref="urn:newsml::20210320:2087543-script-asset" class="dp-script-asset dp-plugin-element dp-plugin-embedScriptPlugin" width=""><div class="iframely-embed"><div class="iframely-responsive" style="padding-bottom: 56.25%; padding-top: 120px;"><a href="https://www.visir.is/g/20212068845d" data-iframely-url="//cdn.iframe.ly/api/iframe?url=https%3A%2F%2Fwww.visir.is%2Fg%2F20212068845d%2Ffimm-konur-og-fimm-karlar-bjoda-sig-fram-fyrir-framsokn-i-nv-kjordaemi&key=6bbe5b2ccff11618fc9161e373e22354"></a></div></div><script async="" src="//cdn.iframe.ly/embed.js" charset="utf-8"></script></figure>
<p>Tíu gáfu kost á sér í póstkosningunni þar sem kosið var um fimm efstu sæti listans fyrir komandi kosningar. 1995 voru á lista og var þátttaka 58 prósent. Það verða því fyrrnefndir fimm aðilar sem munu verma efstu fimm sætin á lista flokksins í alþingiskosningunum sem fram fara í haust.</p>
<p>Stefán Vagn er forseti sveitarstjórnar í Skagafirði og lögreglumaður og Lilja Rannveig er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna.</p>
<p>
<i>Fréttin hefur verið uppfærð.</i>
</p>
</div>
</article>
-----
Stefán Vagn og Lilja Rannveig leiða lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi
Þá hlaut Friðrik Már Sigurðsson 526 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti og Iða Marsibil Jónsdóttir hlaut 563 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá kjörstjórn Framsóknarflokksins. Líkt og kunnugt er gaf Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í kjördæminu, ekki kost á sér í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Í ljósi niðurstöðu póstkosningarinnar liggur jafnframt fyrir að erfiðara verður fyrir Höllu Signýju að tryggja sér áframhaldandi setu á Alþingi.
Tíu gáfu kost á sér í póstkosningunni þar sem kosið var um fimm efstu sæti listans fyrir komandi kosningar. 1995 voru á lista og var þátttaka 58 prósent. Það verða því fyrrnefndir fimm aðilar sem munu verma efstu fimm sætin á lista flokksins í alþingiskosningunum sem fram fara í haust.
Stefán Vagn er forseti sveitarstjórnar í Skagafirði og lögreglumaður og Lilja Rannveig er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna.