-----

<article itemscope="itemscope" itemtype="http://schema.org/NewsArticle" xmlns="http://www.w3.org/1999/xhtml"> <div disabled="" itemprop="articleBody" data-element-type="body" data-element-label="Meginmál" data-element-data-type="xml"> <p>Meðal þeirra sem falast eftir sæti á lista eru forsetar sveitarstjórna í Vesturbyggð og Skagafjarðar og formaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Líkt og fram hefur komið hyggst Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti flokksins í kjördæminu, ekki bjóða sig fram í kjördæminu að þessu sinni, heldur í Reykjavík. Halla Signý Kristjánsdóttir er þannig eini núverandi þingmaður flokksins sem sækist eftir sæti á lista en hún óskar eftir fyrsta til öðru sæti.</p> <p>Stefán Vagn Stefánsson, forseti sveitarstjórnar í Skagafirði og lögreglumaður, hefur aftur á móti tekið sæti sem varamaður á Alþingi fyrir flokkinn, en hann óskar eftir fyrsta sæti á lista. Kosið verður um fimm efstu sæti á lista í póstkosningunni sem hefst í næsta mánuði. Flokkurinn náði inn tveimur þingmönnum í kjördæminu í síðustu alþingiskosningum.</p> <h2>Listann í heild sinni yfir þá sem eru í framboði má sjá hér að neðan:</h2> <p> <i>Stefán Vagn Stefánsson, forseti sveitarstjórnar í Skagafirði, 1. sæti</i> </p> <p> <i>Guðveig Eyglóardóttir, sveitarstjórnarmaður í Borgarbyggð, 1.-2. sæti</i> </p> <p> <i>Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður í Bolungarvík, 1.-2. sæti</i> </p> <p> <i>Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, formaður SUF, 2. sæti</i> </p> <p> <i>Iða Marsibil Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð, 2.-3. sæti</i> </p> <p> <i>Gunnar Tryggvi Halldórsson, sveitarstjórnarmaður Blönduós, 3. sæti</i> </p> <p> <i>Friðrik Már Sigurðsson, verkefnastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, Húnaþingi vestra, 3.-4.sæti</i> </p> <p> <i>Gunnar Ásgrímsson, háskólanemi á Sauðárkróki, 5. sæti</i> </p> <p> <i>Ragnheiður Ingimundardóttir, verslunarmaður í Strandabyggð, 5.-6. sæti</i> </p> <p> <i>Tryggvi Gunnarsson, skipsstjóri frá Flatey, 3.-5 sæti</i> </p> </div> </article>

-----

Fimm konur og fimm karlar bjóða sig fram fyrir Framsókn í NV-kjördæmi

Meðal þeirra sem falast eftir sæti á lista eru forsetar sveitarstjórna í Vesturbyggð og Skagafjarðar og formaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Líkt og fram hefur komið hyggst Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti flokksins í kjördæminu, ekki bjóða sig fram í kjördæminu að þessu sinni, heldur í Reykjavík. Halla Signý Kristjánsdóttir er þannig eini núverandi þingmaður flokksins sem sækist eftir sæti á lista en hún óskar eftir fyrsta til öðru sæti.

Stefán Vagn Stefánsson, forseti sveitarstjórnar í Skagafirði og lögreglumaður, hefur aftur á móti tekið sæti sem varamaður á Alþingi fyrir flokkinn, en hann óskar eftir fyrsta sæti á lista. Kosið verður um fimm efstu sæti á lista í póstkosningunni sem hefst í næsta mánuði. Flokkurinn náði inn tveimur þingmönnum í kjördæminu í síðustu alþingiskosningum.

Listann í heild sinni yfir þá sem eru í framboði má sjá hér að neðan:

Stefán Vagn Stefánsson, forseti sveitarstjórnar í Skagafirði, 1. sæti

Guðveig Eyglóardóttir, sveitarstjórnarmaður í Borgarbyggð, 1.-2. sæti

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður í Bolungarvík, 1.-2. sæti

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, formaður SUF, 2. sæti

Iða Marsibil Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð, 2.-3. sæti

Gunnar Tryggvi Halldórsson, sveitarstjórnarmaður Blönduós, 3. sæti

Friðrik Már Sigurðsson, verkefnastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, Húnaþingi vestra, 3.-4.sæti

Gunnar Ásgrímsson, háskólanemi á Sauðárkróki, 5. sæti

Ragnheiður Ingimundardóttir, verslunarmaður í Strandabyggð, 5.-6. sæti

Tryggvi Gunnarsson, skipsstjóri frá Flatey, 3.-5 sæti