-----

<article itemscope="itemscope" itemtype="http://schema.org/NewsArticle" xmlns="http://www.w3.org/1999/xhtml"> <div disabled="" itemprop="articleBody" data-element-type="body" data-element-label="Meginmál" data-element-data-type="xml"> <p>Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra Íslands, lagði Netflix í máli vegna myndbirtingar í kvikmyndinni Laundromat.</p> <p>Í myndinni, sem kom út í október í fyrra, var Sigurður Ingi bendlaður við Panamaskjölin en í myndinni birtist skjáskot þar sem sagt er frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, sem var í Panamaskjölunum hafi sagt af sér embætti og að Sigurður Ingi hafi tekið við af honum.</p> <figure itemscope="itemscope" itemtype="http://schema.org/SoftwareSourceCode" itemref="urn:newsml::20200607:1978044-script-asset" class="dp-script-asset dp-plugin-element dp-plugin-embedScriptPlugin" width=""><div class="iframely-embed"><div class="iframely-responsive" style="padding-bottom: 56.25%; padding-top: 120px;"><a href="https://www.visir.is/g/2019191029846" data-iframely-url="//cdn.iframe.ly/api/iframe?url=https%3A%2F%2Fwww.visir.is%2Fg%2F2019191029846&amp;key=6bbe5b2ccff11618fc9161e373e22354"></a></div></div><script async="" src="//cdn.iframe.ly/embed.js" charset="utf-8"></script></figure> <p>Engin mynd birtist þó af Sigmundi Davíð í kvikmyndinni sem skartaði Meryl Streep í aðalhlutverki. Var því gefið til kynna að Sigurður Ingi hafi verið sá sem átti eignir í skattaskjóli og hefði sagt af sér.</p> <p>Sigurður Ingi greindi frá skoðun sinni á myndbirtingunni í færslu á Facebook-síðu sinni í október og sagði hann það „sárt og óþolandi“ að vera bendlaður við Panamaskjölin í myndinni.</p> <p>Nú greinir Sigurður Ingi frá því í nýrri færslu að eftir að hann hafi fengið lögmann í málið hafi Netflix tekið málið fyrir, tekið atriðið úr myndinni og sett annað í staðin sem betur samræmist raunveruleikanum.</p> <figure itemscope="itemscope" itemtype="http://schema.org/SoftwareSourceCode" itemref="urn:newsml::20200607:1978046-script-asset" class="dp-script-asset dp-plugin-element dp-plugin-embedScriptPlugin" width=""><div class="iframely-embed" style="max-width: 640px;"><div class="iframely-responsive" style="padding-bottom: 75.0019%;"><a href="https://www.facebook.com/sigurdingi/photos/a.1156975834317491/3674954372519612/?type=3" data-iframely-url="//cdn.iframe.ly/api/iframe?url=https%3A%2F%2Fwww.facebook.com%2Fsigurdingi%2Fphotos%2Fa.1156975834317491%2F3674954372519612%2F%3Ftype%3D3&amp;key=6bbe5b2ccff11618fc9161e373e22354"></a></div></div><script async="" src="//cdn.iframe.ly/embed.js" charset="utf-8"></script></figure> <p>Sigurður þakkar velvildarmönnum sínum veittan stuðning í málinu. „Mjög margir hvöttu mig til þess að fara fram á leiðréttingu og þakka ég stuðninginn. Rétt skal vera rétt,“ skrifar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sveitastjórnar- og samgönguráðherra og fyrrverandi forsætisráðherra.</p> <p>Hér að neðan má sjá umrætt atriði úr myndinni Laundromat með Meryl Streep og Antonio Banderas. Fyrir breytingu.</p> <figure itemscope="itemscope" itemtype="http://schema.org/SoftwareSourceCode" itemref="urn:newsml::20200607:1978045-script-asset" class="dp-script-asset dp-plugin-element dp-plugin-embedScriptPlugin" width=""><iframe width="752" height="423" src="https://www.visir.is/player/63e6cc31-d10e-4219-a3eb-442b3ceed815-1571666346485" frameborder="0" scrolling="no" seamless="seamless" allowfullscreen=""></iframe></figure> </div> <div disabled="" itemprop="associatedMedia" data-element-type="assets" data-element-label="Tengd skjöl" data-element-data-type="xml"></div> </article>

-----

Sigurður Ingi fékk Netflix til að skipta sér út fyrir Sigmund

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra Íslands, lagði Netflix í máli vegna myndbirtingar í kvikmyndinni Laundromat.

Í myndinni, sem kom út í október í fyrra, var Sigurður Ingi bendlaður við Panamaskjölin en í myndinni birtist skjáskot þar sem sagt er frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, sem var í Panamaskjölunum hafi sagt af sér embætti og að Sigurður Ingi hafi tekið við af honum.

Engin mynd birtist þó af Sigmundi Davíð í kvikmyndinni sem skartaði Meryl Streep í aðalhlutverki. Var því gefið til kynna að Sigurður Ingi hafi verið sá sem átti eignir í skattaskjóli og hefði sagt af sér.

Sigurður Ingi greindi frá skoðun sinni á myndbirtingunni í færslu á Facebook-síðu sinni í október og sagði hann það „sárt og óþolandi“ að vera bendlaður við Panamaskjölin í myndinni.

Nú greinir Sigurður Ingi frá því í nýrri færslu að eftir að hann hafi fengið lögmann í málið hafi Netflix tekið málið fyrir, tekið atriðið úr myndinni og sett annað í staðin sem betur samræmist raunveruleikanum.

Sigurður þakkar velvildarmönnum sínum veittan stuðning í málinu. „Mjög margir hvöttu mig til þess að fara fram á leiðréttingu og þakka ég stuðninginn. Rétt skal vera rétt,“ skrifar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sveitastjórnar- og samgönguráðherra og fyrrverandi forsætisráðherra.

Hér að neðan má sjá umrætt atriði úr myndinni Laundromat með Meryl Streep og Antonio Banderas. Fyrir breytingu.